Við vitum að slæmur vani getur orsakað aukið stress, kvíða og heilbrigðisvandamál. Gefum okkur samt smá rými, við sýnum öll einhverskonar hegðun eða tökum ákvarðanir sem ekki eru hliðhollar pyngjunni, ef við ýkjum nú aðeins og tökum eitt dæmi um slæman vana:
Ég fæ mér alltaf kaffibolla á kaffihúsinu hérna á horninu á leið til vinnu til þess að byrja daginn, því jú það er svo mikilvægt að gera vel við sig og jú á maður ekki að lifa lífinu lifandi? Munið “lífið er núna” setningin!!! Kaffibollinn kostar litlar 600 kr á staðnum en heima fyrir kostar hann mig 20 kr. Ef við kaupum kaffibolla í 200 daga á ári þá kostar þessi litli sæti kaffibolli sem gerði lífið mitt svo óumdeilanlega gott ekki nema 120 þús kr. En það að fá mér kaffibollann heima sparaði ég mér 116 þús kr plús vexti sem ég hefði annars fengið af öðrum fjárfestingum. Æj þetta var sjokk. En lífið er núna mundu 😉 Ég átti svo kannski heldur ekkert fyrir þessu. Ásamt öllu hinu sem ég leyfðir mér. Kreditkortið er alltaf útbólgið og maður er eitt spurningamerki, hvað gerðist eiginlega?
Svona réttlætum við þetta með ákveðnum hætti og vitum innst inni allan tímann að sakleysislega réttlætingin okkar stenst ekki rökin þegar við förum að skoða þau ofan í kjölin. Það er að segja ef við skoðum þetta út frá peningalegum rökum.
Þú sem lest þetta hefur hugsanlega ákveðið að velja fjárhagslegt sjálfstæði. Þú hefur ákveðið að taka ábyrgð á gjörðum þínu og vana. Að okkar mati þýðir það að þú hafir getu og vilja til að ná stjórn á því sem þú gerir á hverjum einasta degi og gerðir af vana. Þessi kaffibolli er myndlíking á svo mörgu.
Tökum annað dæmi: út að borða því jú það þurfa allir að borða og það er líka frábært og gefandi fyrir alla að breyta til amk einu sinni í viku og kaupa sér pizzu frá einhverjum pizzustað í stað þess að gera hana heima. 4 manna fjölskylda kaupir sér pizzur fyrir 7000 kr með gosi, er það ekki? Heimagerð pizza gæti kostað ca 1500 kr með öllu. Ef við endurtökum leikinn í 45 vikur ca þá höfum við keypt pizzur fyrir 315 þús á einu ári. En heimagerð kostaði okkur 67500 kr. Langar okkur ekki frekar að nota peninginn í sparnað og ávaxta hann? Eða? Það má lengi telja upp. Kaupa sér til gleði, fá sér alltaf bjór eftir vinnu, fá sér stærri bíl og stækka meira við sig með hækkandi launum, ok hætti hér.
Ég vil líka ítreka enn og aftur og koma því að, að við erum ólík og við leyfum okkur ólíka hluti, það sem hentar mér hentar þér ekki. Höfum það hugfast. Þetta eru eingöngu dæmi.
Ef við myndum einbeita okkur að því að breyta daglegum venjum okkar, aðgerðum eða aðgerðarleysi eigum við góða möguleika á því að draga úr eða útrýma slæmum venjum. Í stað þessa dæma sem koma hér að framan, gæti ég byrjað að fá mér kaffibolla annan hvern dag þessa daga sem ég hefði annars fengið mér kaffibollann og ákveðið að leggja 580kr til hliðar í hvert það skipti. Notað mér það svo sem hvatningu til að gera enn betur og vonandi finna veskið þyngjast.
Góðir eða slæmir vanar þróast ekki á einni nóttu
Vanar verða til á löngum tíma, við erum ekki einu sinni meðvituð um það eða hvort vaninn hafi haft neikvæð áhrif á okkur. Það getur tekið nokkuð langan tíma fyrir góðar venjur að taka við, ef við viljum lifa lífinu af meiri ásetningi og fullnægjandi lífi. Til þess að geta breytt til og snúið stefnunni við, verðum við að fara í smá naflaskoðun og sjá hvaða mynstur, fyrri venjur og starfshætti við höfum tileinkað okkur til þess að gera áþreifanlegar breytingar. Ólíkt því þegar við setjum upp sjálfvirkar greiðslur í gegnum bankann er þetta ekki eitthvað sem við getum sett á sjálfstýringu. Það að læra um mátt vanans verður þú áhugasamari um það að taka jákvæðari skref þér til heilla.
Verkefni:
- Veldu 3-5 vana sem þú vilt breyta. Finndu áætlun um það hvernig þú vilt breyta vananum þannig að hann leiði til jákvæðra breytinga. Ef þú hefur gert þetta eða gerir máttu endilega deila með okkur. Sigrum og ósigrum.
“If you understand money, life is incredible easy. If you dont understand money life is incredibly hard”
Kristy Shen: Quit like a millionaire.