Markmið og áfangasigrar í FIRE

Fyrsta markmið þitt gæti verið að safna þér fyrir FU (ég ræð) sjóð. Það er sjóður sem gerir það að verkum að þú getir labbað frá vinnu í eitt til tvö ár og verið öruggur með að geta borgað útgjöldin. Þegar þú ert komin með þann sjóð finnurðu fyrir auknu frelsi. Það þarf ekkert endilega að vera 1 til 2 ár. Bara nóg til þess að þér líði vel og endurspegli útgjaldaliði þína og áhættuþol. Þessi sjóður er ekki varasjóðurinn þinn heldur er þessi sjóður bundinn annaðhvort í fasteignum eða bréfum sem dæmi. Sem þú hefur svo aðgang að ef þér sýnist svo.

Næsta markmiðið gæti verið að ná helming af FI tölunni þinni.Þegar því er náð ertu komin hálfa leið, þá er enn einum sigrinum náð. Þetta þýðir einnig að ef þú ert í hjónabandi og eruð með sameiginlegan reikning að annar aðilinn er orðinn FI og getur hætt að vinna eða prófa nýja hluti. Valið er þitt/ykkar.

Lean FI er sá áfangi sem kallast þegar þú átt fyrir nauðsynlegum útgjöldum í passívum tekjum. Hér er ss átt við mat og nauðsynjavörur. Ekki áskriftir eða ferðalög sem dæmi. Sagt er að ef þú ert komin með 70% af FI tölunni sértu lean FI. Það að komast á þennan stað er einnig stór áfangi og í raun gætirðu hætt að vinna það sem eftir er. En þú getur kannski ekki leyft þér neinn munað. Hins vegar hefurðu allan tímann sem þú vilt til þess að finna þér aðra vinnu eða eitthvað áhugavert að gera.Þæginda

FI kallast það þegar þú hefur náð 20 földum ársútgjöldum. Hérna geturðu hætt að vinna ef þú ert sáttur við það sem þú hefur efni á. Ss þau útgjöld sem þú ert sáttur við að halda inni og öll óþarfa útgjöld eru ekki með.

FI eða fjárhagslega sjálfstæður, þú hefur náð hingað vegna þess að þú átt fyrir 25 földum ársútgjöldum í sjóðum, hlutabréfum eða leigufasteignum sem dæmi. Nú getur þú verið öruggur um að draga þér 4% af heildarupphæðinni það sem eftir er. Stórkostlegt ekki satt?

Feitur FI er í boði ef þú vilt gera enn betur. Þá áttu 30 földun á ársútgjöldum. Ef þú ert óöruggur með FI þá er þetta eitthvað fyrir þig. Þegar þú ert komin á þennan stað þarftu einungis að taka út 3.33% á ári af sjóðnum þínum. Þetta er sirka 120% af FI tölunni þinni.

Verkefni

  1. Hugsaðu um það hvernig þú ætlar að halda uppá hvern áfanga sem þú nærð að sigra.
  2. Með hverjum ætlarðu að halda uppá hann og með hverjum deilirðu sigrunum?
  3. Þekkirðu einhvern eða hefurðu hitt einhvern síðan þú komst í hópinn eða síðan þú komst að því hvað FIRE var sem þú gætir deilt gleðinni með?

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *