Við vitum að slæmur vani getur orsakað aukið stress, kvíða og heilbrigðisvandamál. Gefum okkur samt smá rými, við sýnum öll einhverskonar hegðun eða tökum ákvarðanir sem ekki eru hliðhollar pyngjunni, ef við ýkjum nú aðeins og tökum eitt dæmi um slæman vana: Ég fæ mér alltaf kaffibolla á kaffihúsinu hérna á horninu á leið til… Continue reading Slæmur vani í fjármálum
Category: FIRE
Markmið og áfangasigrar í FIRE
Fyrsta markmið þitt gæti verið að safna þér fyrir FU (ég ræð) sjóð. Það er sjóður sem gerir það að verkum að þú getir labbað frá vinnu í eitt til tvö ár og verið öruggur með að geta borgað útgjöldin. Þegar þú ert komin með þann sjóð finnurðu fyrir auknu frelsi. Það þarf ekkert endilega… Continue reading Markmið og áfangasigrar í FIRE
Fjárhagslegt sjálfstæði eru stór orð með óljósa merkingu fyrir flesta – en í grunninn er hugmyndafræðin sú að þú sem einstaklingur getir staðið undir útgjöldum þínum með innkomu sem ekki krefst þess að þú mætir til vinnu.
Að verða fjárhagslega sjálfstæður er langtímamarkmið og getur haft mismunandi merkingu fyrir hvern og einn, því er leiðin og aðferðin einstök fyrir hvern og einn og allir ættu að geta fundið eitthvað sem gagnast þeim og eykur fjárhagslegt heilbrigði þeirra þó að stefnan sé ekki FIRE.
Lykilatriði í markmiðasetningu að markmiðin séu skýr og mælanleg, því langar mig til að biðja þig um að hugsa um og skrifa niður – hvort sem með kommenti eða bara fyrir þig – hvert er þitt fyrsta markmið með Fjárhagslegu sjálfstæði.
Þetta getur verið að losa sig við skammtímaskuldir, stýra fjármálum þannig að ekki þurfi að nýta sér yfirdrátt í lok hvers mánaðar, koma sér upp varasjóð eða fjárfestingum sem hægt er að lifa á.
Það er hvetjandi að hafa markmiðið tvískipt:
- Það sem villtustu draumar sjá fyrir sér
- Raunhæfara og niðurbrjótanlegt markmið
Við uppfærum svo markmið 2 mjög reglulega á leiðinni, það breytist og lifir með okkur en leynt og ljóst stefnum við að markmiði 1 – hvort sem við komumst alla leið eða áherslur okkar breytast.
Hvaða fyrsta skref ætlar þú að taka í áttina að fjárhagslegu sjálfstæði?
Þó að FIRE sé langtíma markmið er mikilvægt að skipta því niður í kljúfanlegri bita en “eiga fullt af peningum og gera það sem mig langar til”. Mikilvægt er að markmiðin séu skýr og mælanleg til að þau skili okkur raunverulegum árangri.